Skátafélagið Vífill

Hvatapeningar

Hvatapeningar í Garðabæ eru 32.000 kr árið 2017 og eru í boði fyrir öll börn á aldrinum 5-18 ára.  Hægt er að nýta hvatapeningana til niðurgreiðslu á æfingagjöldum í skipulagt tómstunda- og íþróttastarf sem stendur yfir í 10 vikur eða lengur. Nú hafa flest félög í Garðabæ tengst rafrænu skráningakerfi, Nóra, þar sem hægt er að nýta hvatapeningana beint, þ.e. að lækka greiðslu til félagsins sem nemur hvatapeningainneign barns.  Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þessa rafrænu leið þar sem hún er einföld og örugg.  Ef félög eru ekki tengd við skráningarkerfið er hægt að koma með kvittun fyrir skráningu og greiðslu í þjónustuver Garðabæjar að Garðatorgi 7.

Hvatapeninga hvers árs þarf að nýta fyrir árslok þar sem hvatapeningarnir fyrnast 31. desember ár hvert.  Nýir hvatapeningar verða svo gefnir út í upphafi nýs árs.

Frekari upplýsingar um  hvatapeninga og notkun þeirra má finna á vef Garðabæjar, eða í þjónustuverinu í síma 525-8500.