Skátafélagið Vífill

Skátafélagið Vífill 50 ára

Skátafélagið Vífill var stofnað á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1967 og verður því 50 ára á þessu ári. Svo skemmtilega vill til að afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta í ár. Á afmælisárinu ber hæst hátíðarhöldin á sumardaginn fyrsta 20. apríl sem verða með hátíðlegri blæ en ella. Laugardaginn 22. apríl verður afmælisveisla fyrir boðsgesti. Fleiri viðburðir verða kynntir þegar nær dregur.