Skátafélagið Vífill

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu

Fyrir tveimur vikum áttu undur og stórmerki sér stað þegar sólin ákvað að gerast fastagestur á námskeiðunum. Veðrið hefur leikið við krakkana undanfarið og gert allt gott enn betra. Fyrir utan hinar hefðbundnu kofasmíðar höfum við einnig farið í klettaklifur, skoðað þyrlur Landhelgisgæslunnar og farið í útilegu í Heiðmörk.

Nú er fjórða vika skólans að klárast sem þýðir að sumarstarfið sé hálfnað og að einungis tvö smíðanámskeið eru eftir. Fullt er á næsta smíðanámskeið en ennþá eru laus pláss á síðasta smíðanámskeiðið, hver fer þó að verða síðastur að skrá sig. Ævintýranámskeiðin verða fjögur í viðbót og endar næsta vika á skemmtilegri útilegu.

Skráningin er að sjálfsögðu enn í fullum gangi!

https://secure.skatar.is/felagatal/vifill/sumarnamskeid.aspx

Ævintýranámskeið 29.júní-3.júlí (7)Grallaranámskeið 29.júní -3.júlí (8)