Vika nr. 2 var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og hér var mikið fjör!
Ævintýranámskeiðið fóru meðal annars í ratleik um Garðabæ, hjóluðu í Heiðmörk og skoðuðu Maríuhella, fóru á Þjóðminjasafnið og léku sér í Hljómskálagarðinum, hjóluðu í Hellisgerði í Hafnarfirði og skelltu sér í sund í Nauthólsvík.
Smíðanámskeiðið voru gífurlega dugleg að smíða kofa fyrir utan Jötunheima og svo skelltu þau sér í sund í Salalaug í Kópavogi.
Hér fylgja myndir frá smíðanámskeiðinu þessa vikuna 🙂
Við þökkum kærlega fyrir vikuna!