Skátafélagið Vífill

Fyrsta vikan hjá Útilífsskóla Vífils var að klárast

Vika nr. 1 var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og hér var mikið stuð!
Ævintýranámskeiðið fóru meðal annars í stöðvaleik í kringum skátaheimilið þar sem þau grilluðu sykurpúða og poppuðu yfir opnum eldi, hjóluðu í sund, léku sér í Elliðaárdalnum, heimsóttu Árbæjarsafnið og fóru í hjólaferð á Álftanesið.
Smíðanámskeiðið smíðuðu flotta kofa fyrir utan skátaheimilið og hjóluðu einnig í sund.
Það var svo gaman og mikið að gera á námskeiðunum að við gleymdum að taka myndir, við látum fylgja myndir frá því í fyrra.
Við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna!