Vika nr. 3 var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og var hún heldur betur sólrík og skemmtileg í þetta sinn!
Ævintýranámskeiðið fóru meðal annars í stöðvaleik í kringum skátaheimilið þar sem þau poppuðu yfir opnum eldi og fóru í fullt af skemmtilegum leikjum, hjóluðu í Sjálandið og fóru á kanó, léku sér í miðbænum og fóru í stytturatleik, fóru í sund í Salavogslaug og klifruðu í Öskjuhlíðinni og grilluðu pylsur.
Smíðanámskeiðið smíðuðu flotta kofa fyrir utan skátaheimilið og hjóluðu einnig í sund.
Hérna niðri fylgja myndir af klifrinu og smíðavöllunum en gleymdust myndatökur á öllum öðrum dögunum.
Við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna!