Vika fimm var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og hún var heldur betur skemmtileg og spennandi þrátt fyrir að hafa aðeins fengið að finna fyrir veðrinu.
Ævintýranámskeiðið fór í stöðvaleik í kringum Jötunheima og fengu að prófa útieldun og æfðu sig í skátadulmáli, fóru í Hafnarfjörð og dorguðu á bryggjunni, fóru í stytturatleik í miðbæ Reykjavíkur, hjóluðu í sund og fóru svo að klifra í Öskjuhlíðinni.
Smíðanámskeiðið var í fullu fjöri að smíða kofa fyrir utan Jötunheima og hjóluðu einnig í sund í Kópavogi.
Við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna! 🙂