Skátafélagið Vífill

Aðalfundur Vífils

Aðalfundur Vífils var haldinn 22. febrúar síðastliðinn á afmælisdegi stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powells. Á fundinum var farið yfir starfið á síðasta ári sem einkenndist af miklum Covid takmörkunum. Þrátt fyrir það var haldið úti öflugu starfið yfir allt árið og um sumarið var farið á skátamót á Úlfljótsvatni.
Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins en úr stjórninni gengu Unnur, Gísli og Ólafur. Félagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf og býður velkomna nýja stjórnarmeðlimi sem eru Kristín og Urður.

Stjórn Vífils að loknum aðalfundi 2022 er þannig skipuð:

Félagsforingi: Thelma Rún van Erven

Aðstoðarfélagsforingi: Hjálmar Hinz

Gjaldkeri: Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir

Ritari: Fanndís Eva Friðriksdóttir

Meðstjórnendur:

Kristín Helga Sigurðardóttir

Urður Björg Gísladóttir