Skátafélagið Vífill

Aðalfundur Vífils 2015

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 5. mars. Fundurinn var mjög vel sóttur og náðist góður árangur í að manna nefndir félagsins sem hafa verið í lægð að undanförnu. Páll Himarsson var fundarstjóri og Vala Dröfn Hauksdóttir fundarritari.
Félagsforinginn var endurkjörinn ásamt Hildi aðstoðarfélagsforingja og Evu Mjöll, ritara. Nýjar í stjórn eru Dögg Gísladóttir og Thelma Rún van Erven. Fyrir sitja í stjórninni Andri Gunnarsson og Guðbjörg Þórðardóttir gjaldkeri.

Í skálanefnd buðu sig fram: Atli Bachmann,  Hjalti Rafn Sveinsson, Halldór Fannar Sveinsson, Rúnar Kjartansson og Snorri Elefsen.

Í Fræðslu og kynningarnefnd buðu sig fram: Fanndís Eva Friðriksdóttir, Hanna Dóra Magnúsdóttir, Hjördís Þóra Elíasdóttir, Urður Björg Gísladóttir.
Fundarmenn stilltu sér upp fyrir ljósmyndara og má á henni sjá vaskan hóp foringja, baklands og stjórnar.