Skátafélagið Vífill

Forsíðukynning – hægri

Fyrsta vikan hjá Útilífsskóla Vífils var að klárast

Vika nr. 1 var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og hér var mikið stuð!Ævintýranámskeiðið fóru meðal annars í stöðvaleik í kringum skátaheimilið þar sem þau grilluðu sykurpúða og poppuðu yfir opnum eldi, hjóluðu í sund, léku sér í Elliðaárdalnum, heimsóttu Árbæjarsafnið og fóru í hjólaferð á Álftanesið.Smíðanámskeiðið smíðuðu flotta kofa fyrir utan skátaheimilið …

Fyrsta vikan hjá Útilífsskóla Vífils var að klárast Read More »

Aðalfundur Vífils

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 21. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur og mætti m.a. varaskátahöfðingi fyrir hönd BÍS og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti, fluttar skýrslur, ársreikingar og starfsáætlun næsta starfsárs yfirfarin. Árskýrsluna má lesa hér. Breytingar urðu á forystu félagsins. Thelma Rún van Erven tók við sem …

Aðalfundur Vífils Read More »

Skipulagsfundur Foringja

Foringjar hittust í dag og skipulögðu skátastarfið fyrir vorönnina. Skátafundirnir byrja svo í næstu viku;Mánudaginn 7. janúar byrja dróttskátar kl. 20.-22. Þriðjudaginn 8. janúar byrja drekaskátar kl. 1730.- 1830.Miðvikudaginn 9. janúar byrja fálkaskátar kl. 17. – 19. Hlökkum til að sjá ykkur!

Félagsútilega Vífils

Við fórum í félagsútilegu helgina 19.-21. október inní Skorradal. Við fórum í Capture the flag í myrkrinu, hnýttum hnúta, fórum í göngu í brjáluðu veðri, poppuðum yfir opnum eldi, héldum kvöldvöku, fórum í næturleik og margt margt fleira! Allir fóru kátir (og aðeins votir heim) 😊   Myndirnar tók Hervald Rúnar Gíslason baklandsliði.    

Fjölskyldudagur Vífils 9.9.2018

Skátafélagið Vífill býður til fjölskyldudags sunnudaginn 9. september í Jötunheimum. Allir eru velkomnir á opið hús frá klukkan 13.00-16.00 þar sem skátastarfið verður kynnt. Hægt verður að prófa kassaklifur, ýmsar skátaþrautir og útieldun. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og kleinur. Skátaforingjar Vífils verða á svæðinu og geta svarað öllum spurningum um skátastarfið. Skátafundir …

Fjölskyldudagur Vífils 9.9.2018 Read More »