Skátafélagið Vífill

Fimmtudagssveit fálkaskáta hreiðrar um sig

Fálkasveit fimmtudaga ákvað að taka sitt herbergi í Jötunheimum í gegn og hanna það algjörlega eftir sínu höfði. Síðasta fimmtudag var því unnið hörðum höndum með pensli og sköpunargáfunni og var niðurstaðan ekki af verri endanum. Í kjölfarið var farið með húsgögn í góða hirðinn og má því segja að framkvæmdirnar marki nýtt upphaf hjá fálkunum. Á næstunni verður síðan farið í að finna húsgögn og fleira fyrir herbergið til að leggja lokahönd á sköpunarverkið. Spennandi tímar framundan hér á bæ.

 

veggur fálki