Skátafélagið Vífill

Flokkafjör Vífils í Jötunheimum

Laugardaginn 5. mars ætlar Vífill  að halda flokkafjör í Jötunheimum í fyrsta skipti í langan tíma. Þá munu allar sveitir gista saman eina nótt í Jötunheimum. Dagskráin verður vægast sagt af ýmsum toga þar sem hver og ein sveit verður með dagskrá fyrir sína skáta.

Þátttökugjald verður tvö þúsund krónur og mun sá peningur fara í kvöldverð, kvöldhressingu og morgunverð fyrir alla!

Mæting : Til að koma í veg fyrir að mikið öngþveiti verði í skátaheimilinu ætlum við að hafa mismunandi mætingartíma fyrir sveitirnar. Dróttskátar mæta klukkan 14:00. Fálkaskátar mæta 14:30. Drekaskátar mæta klukkan 15:00.

Við mælum með því að skátar verði búnir að borða áður en þeir mæta þar sem kvöldverðurinn verður fyrsta máltíð fjörsins. Áætlað er að dagskráin klárist í kringum 3 á sunnudeginum – fyrirkomulagið verður þó aðeins öðruvísi hjá drekaskátum og má sjá það hér fyrir neðan.

Skráningin verður á http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx og er síðasti skráningardagurinn 3. mars. Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að ná í okkur með tölvupósti á vifill@vifill.is eða þá í vaktsímanum, 899-0089

Drekaskátar athugið – Á sunnudeginum er skátafélagið Svanir að halda drekaskátadaginn og verður líka skemmtileg dagskrá þar. Svo drekaskátarnir geti nú tekið þátt í fjörinu á báðum stöðum munum við sjá um að ferja skáta á sunnudeginum frá Jötunheimum yfir á Álftanes. Nánari upplýsingar um það fyrirkomulag senda foringjar drekaskátanna til ykkar í tölvupósti. Skráning á drekaskátadaginn er óháð skráningu á flokkafjörið svo skátar þurfa á að skrá sig á eftirfarandi hlekk: http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx