Skátafélagið Vífill

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00

Mánudaginn 9.október kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur í skátaheimili Vífils, Jötunheimum Bæjarbraut 7. Fundurinn er ætlaður skátum, forráðamönnum þeirra og öðrum áhugasömum og forvitnum.

Á fundinum verður stutt kynning á skátastarfi en megináhersla lögð á að kynna tvö spennandi skátamót á erlendri grundu. Alheimsmót skáta, Jamboreesem haldið verður í Virginíu í Bandaríkjunum í júlí 2019. Það mót er opið öllum skátum sem fæddir eru 2001 til 2005. Annað skátamót, “Run to the fun” verður haldið í Devon (Bretland) sumarið 2018. Það mót er ætlað skátum sem fæddir eru á árunum 2000 til 2002.

Vonumst til þess að sjá alla drótt- og rekkaskáta ásamt elstu fálkaskátunum auk forráðamanna þeirra.

Skátakveðja Vífill.