Skátafélagið Vífill

Frábær félagsútilega

Í Bláfjöllum voru ýmsar kynjaverur á ferli um helgina. Þar voru á verð vaskir skátar úr Vífli íkæddir allskyns hræðilegum búningum. Þema útilegunnar var Hrekkjavaka og voru ýmsir hrekkir kallaðir fram. Skátarnir spreyttu sig á margvíslegum verkefnum og nutu útiveru. Kennda var slysaförðun og má sjá sýnishorn á meðgylgjandi myndum. Kokkarnir voru hrekktir því borinn var fram grænn og marglitur rjómi með vöfflunum og súrmjólkin var ýmist bleik eða græn. Farið var í hrollvekjandi næturleik og fengu flestir eitthvað gott fyrir sinn grikk!

Drekaskátarnir komu í dagsferð og voru nokkrir í hópnum að fara í fyrstu dagferðina sína á skátaferlinum. þau stóðu sig öll með miklum sóma og voru hæstánægð með daginn.

Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd útilegunnar. Baklandið stór vaktina sem fyrr í eldhúsinu og skemmtu þau sér konunglega líka.

150124_825264067496806_330893837470605166_n10408983_825255387497674_6832591008248500594_n10626871_825249390831607_1784590673239361282_n10689778_825257090830837_7112200722154711029_n