Skátafélagið Vífill

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. – 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00.

Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna í Garðabæ.