Í dag var nóg um að vera á fálkaskátafundi. Flokkurinn Gullfoss skellti sér í góðan hjólatúr inn í Hafnarfjörð og stoppuðu við í ísbúðinni og fengu sér smá ís til að safna orku fyrir heimferðinni. Hinir flokkarnir tveir þ.e. Vorynjur og Aztekar bjuggu til flugdreka úr bambus og ruslapokum. Það gekk mis vel að koma flugdrekunum á loft og fengu fengu skátanir að fara með flugdrekana sína heim og ná eflaust að koma þeim á loft þegar betur til þess viðrar.