Skátafélagið Vífill

Hátíðardagskrá í Garðabæ á 17. júní

Morgundagskrá

Kanósiglingar á Urriðavatni

Bílastæði við enda Kauptúns 3

Kl. 9:00 – 11:00

 

– Hestamannafélagið Sóti

Kl. 10:45 – 11:15. Félagar úr Hestamannafélaginu Sóta teyma undir börnum á svæðinu fyrir framan Álftaneslaug

 

– Golfvöllur við Haukshús

  1. 10:00. 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið í hvorum flokki ásamt farandbikar. Leikinn verður níu holu höggleikur og ræst verður af öllum teigum kl. 10:00. Skráning í mótið fer fram á staðnum og hefst klukkan 9:30.

 

– Sund í Álftaneslaug

Frítt í sund fyrir Garðbæinga. Opið kl. 10:00 – 14:00.

 

– Vífilsstaðavatn, allan daginn

Ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga.

 

Hátíðardagskrá

– Safnaðarheimili Bessastaðasóknar kl. 10:00 – 10:15

Helgistund í safnaðarheimilinu, Brekkuskógum 1.

 

– Skrúðganga leggur af stað kl. 10:15

Gengið frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug.

Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Svana.

Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

 

– Á hátíðarsviði á Álftanesi kl. 10:35 – 12:00

Setning – formaður íþrótta- og tómstundaráðs

Fjallkona

Agla Bríet – úr Ísland got talent

Latibær

Gunni og Felix

 

– Á hátíðarsvæði á Álftanesi kl. 10:35 – 12:00

Hoppukastalar – Skátafélagið Svanir verða með sjoppu þar sem m.a. verður selt kandíflos, sælgæti og gosdrykkir.

 

– í Hátíðarsal Álftaness kl. 15:00

Frá kl 15:00 – 17:00 verður hið margrómaða kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness.

 

 

– Vídalínskirkja kl. 13:15 – 13:50

Hátíðarstund í Vídalínskirkju.

Nýstúdent flytur ávarp – Þóranna Gunný Gunnarsdóttir.

 

– Skrúðganga leggur af stað kl. 14:00

Gengið er frá Vídalínskirkju, eftir Hofsstaðabraut,

Karlabraut og Vífilsstaðavegi að

hátíðarsvæði við Garðaskóla.

Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Vífils.

Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

 

– Á hátíðarsviði við Ásgarð kl. 14:40- 16:30

Ávarp forseta bæjarstjórnar

Fjallkona

Alda Dís – úr Ísland got talen

María Ólafsdóttir – Eurovisionfari

Agla Bríet – úr Ísland got talent

Solla Stirða og Íþróttaálfurinn

Fimleikasýning frá Fimleikadeild Stjörnunnar (inni í Ásgarði)

 

– Á hátíðarsvæði við Ásgarð kl. 14:40 – 16:30

Hoppukastalar – Stultur og leikföng – Andlitsmálun-

Sölutjöld – kandíflos

 

– Kaffihlaðborð í Garðaskóla kl. 14:30 – 17:00

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar.

Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13:00 í Garðaskóla.

 

– Hátíðartónleikar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 20:00
Hljómsveitin Salon Islandus

Einsöngur Gissur Páll Gissurarson tenór. Á efnisskránni fyrir hlé er hressileg Vínartónlist, marsar, valsar, polkar og þekktar tenóraríur. Eftir hlé hljóma þekktir ítalskir söngslagarar í bland við aðra vinsæla tónlist og að sjálfsögðu verður sólónúmer Sigrúnar Eðvaldsdóttur konsertmeistara á sínum stað.

Aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar, allir hjartanlega velkomnir

 

ATH! Börn eru á ábyrgð foreldra í allri dagskrá