Skátafélagið Vífill

Kvöldvaka – Syngjum saman 22. febrúar

Skátafélagið Vífill í samstarfi við félög eldri skáta og BÍS ætla að endurvekja kvöldvökuhefðina þann 22. febrúar og halda upp á daginn með skemmtilegri skátakvöldvöku. Þar sem Landsmót skáta verður haldið í sumar verður kvöldvakan með landsmótssniði og mörg gömul og ný lög sungin sem tengjast skátamótum.
Kvöldvakan verður haldin í Hofsstaðaskóla við Bæjarbraut, Garðabæ frá kl. 17:00- 18:30 en í lok hennar verður auðvitað boðið uppá kakó og kex.
Skátar eru hvattir til þess að mæta í skátabúning eða með skátaklút og taka endilega með sér félagafána (og statíf). Allir skátar, skátahópar og skátafélög eru hjartanlega velkomin.

Sjáumst!
Skátafélagið Vífill