Skátafélagið Vífill

Seinustu viku hjá Útilífsskóla Vífils lokið!

Þá er vika númer 7 og jafnframt seinasta vikan hjá okkur í Útilífsskóla Vífils lokið og hún var aldeilis fjörug og skemmtileg!Ævintýranámskeiðið hóf vikuna á stöðvaleik í kringum Jötunheima þar sem þau fóru í pógó, lærðu skátadulmál og útieldun, fóru svo í stytturatleik, dorguðu á höfninni í Hafnarfirði, hjóluðu í sund og fóru á kanó í Sjálandinu.Smíðanámskeiðið voru dugleg að byggja kofana sína og hjóluðu einnig í sund.Við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna og sumarið! 🙂