Skátafélagið Vífill

Vífill fer sko ekki í sumarfrí

Þó „hefðbundið“ skátastarf sé komið í nokkurs konar sumarfrí þýðir það alls ekki að Víflar slaki á. Útilífsskóli Vífils er að sjálfsögðu á sínum stað og er viku 4 að ljúka núna. Það þýðir að þrjár vikur séu eftir af útilífsskólanum og gerum við sterklega ráð fyrir því að fullt verði á öll námskeið sumarsins – að minnsta kosti hefur það verið raunin síðastliðnar fjórar vikur. Því hvetjum við þá sem hafa áhuga á að skrá sig til að gera það sem fyrst. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.

Svo er loks komið að Landsmóti skáta 2016 sem haldið verður á Úlfljótsvatni dagana 17.-24. júlí. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar sem snúa að þátttöku Vífils með því að senda okkur tölvupóst á vifill@vifill.is eða með því að hringja í okkur í síma 899-0089.