Skátafélagið Vífill

Takk fyrir sumarið

Skátafélagið Vífill þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu sumarnámskeið félagsins. Námskeiðin tókust afar vel og veðrið lék við okkur. Námskeiðin í ár voru öll mjög vel sótt og uppselt á mörg. Því miður voru þau nokkuð færri en undanfarin ár þar sem félagið fékk færri starfsmenn úr bæjarvinnunni en áður.

Skátarnir tóku þátt í ýmsum viðburðum í sumar s.s. drekaskátamóti óg Viðeyjarmóti í júní. Velheppnað landsmót var haldið á Úlfljótsvatni í júlí og í ágúst fóru tveir skátar úr Vífli á Roverway í Frakklandi sem er mót fyrir skáta á aldrinum 16 – 22 ára.

Vel heppnað sumarstarf er að baki og vetrarstarfið framundan.