Skátafélagið Vífill

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Vorboðar eru farnir að láta sjá sig svo um munar. Það þýðir að sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti. Hann ber í ár upp á 21. apríl. Skátafélagið Vífill sér eins og undanfarna áratugi um hátíðarhöldin í Garðabæ. Framkvæmdin er eitt skemmtilegasta og stærsta verkefni félagsins. Allir skátar í félaginu taka þátt og foreldrar eru sérstaklega velkomnir ásamt dyggu Baklandi. Klukkutími eða tveir skipta miklu máli en mest gaman er að vera með mest allan tímann. Hópurinn er samheldinn og skemmtilegur og það er ávallt glatt á hjalla. Í verklok á fimmtudeginum sameinast allir í Binnaborgara og fara saddir og glaðir heim. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eruð beðnir um að gefa sig fram við starfsmann eða senda erindi á vifill@vifill.is.