Jólafundur Drekaskáta
Drekaskátar héldu seinasta fundinn sinn fyrir jól. Drekarnir fóru út að leika sér í snjónum, komu svo inn höfðu það notalegt, fengu sér kakó og skreyttu piparkökur
Drekaskátar héldu seinasta fundinn sinn fyrir jól. Drekarnir fóru út að leika sér í snjónum, komu svo inn höfðu það notalegt, fengu sér kakó og skreyttu piparkökur
Hin árlega piparkökuhúsaskreytingarkeppni dróttskátasveitarinnar Fenris fór fram í gærkvöldi. Þrír dómarar fóru yfir piparkökuhúsin og enduðu leikar þannig að staðan var hnífjöfn! Báðir flokkar, Auðhumla og Helgarði fengu 35 stig fyrir húsin sín.
Við fórum í félagsútilegu helgina 19.-21. október inní Skorradal. Við fórum í Capture the flag í myrkrinu, hnýttum hnúta, fórum í göngu í brjáluðu veðri, poppuðum yfir opnum eldi, héldum kvöldvöku, fórum í næturleik og margt margt fleira! Allir fóru kátir (og aðeins votir heim) 😊 Myndirnar tók Hervald Rúnar Gíslason baklandsliði.
Skráning í vetrarstarfið hefst föstudaginn 1. september. Fyrstu skátafundir verða í vikunni 11. – 15. september. Fundartímar eru þeir sömu og undanfarin ár. Þeim sem hafa áhuga á að koma og prófa er velkomið að koma á tvo fundi áður en þeir ákveða sig. Skráningu lýkur 15. október. Hlökkum til að sjá þig.
Þær Gréta Björg Unnarsdóttir og Kristín ósk Sævarsdóttir luku Gilwellþjálfun í lok janúar sl. Gilwell er æðsta foringjaþjálfun skátaheryfingarinnar. Þær Gréta Björg og Kristín Ósk bættust þar með í risastóran hóp annarra skáta. Ævagömul hefð er að raða þátttakendum á Gilwell í hópa sem kenndir eru við fuglategundir og keppa flokkarnir sín á milli. Þær …
Aðalfundur skátafélagsins Vífils verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning félagsforingja Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun afmælisársins 2017 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram Önnur mál …
Skátafélagið Vífill var stofnað á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1967 og verður því 50 ára á þessu ári. Svo skemmtilega vill til að afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta í ár. Á afmælisárinu ber hæst hátíðarhöldin á sumardaginn fyrsta 20. apríl sem verða með hátíðlegri blæ en ella. Laugardaginn 22. apríl verður afmælisveisla fyrir boðsgesti. …
Skátafélagið Vífill óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir það og þau liðnu. Árið 2017 er fimmtugasta starfsár skátafélagsins og verður því sérstaklega viðburðaríkt til að fagna því. Á meðan afmælisdagurinn sjálfur lendir á sumardeginum fyrsta, 20. apríl, verður áfanganum samt fagnað allt árið um kring. Á árinu verða til að mynda tvær …
Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn Read More »
Önnur fundarvika skátaársins hófst í dag á fundi dróttskáta. Fyrsta vikan gekk auðvitað vel fyrir sig og var gaman að sjá blöndu af nýjum og kunnuglegum andlitum. Nýja félagatalið ætti að vera farið að virka eðlilega eftir einhverja byrjunarörðugleika. Því ætti hin formlega skráning í félagið að virka núna og má finna hlekk á hana …
Laugardaginn 5. mars ætlar Vífill að halda flokkafjör í Jötunheimum í fyrsta skipti í langan tíma. Þá munu allar sveitir gista saman eina nótt í Jötunheimum. Dagskráin verður vægast sagt af ýmsum toga þar sem hver og ein sveit verður með dagskrá fyrir sína skáta. Þátttökugjald verður tvö þúsund krónur og mun sá peningur fara …