­

About Skátafélagið Vífill

This author has not yet filled in any details.
So far Skátafélagið Vífill has created 49 blog entries.

Brjóstsykursgerð drekaskáta

Það var brjóstsykursgerð hjá drekaskátum í dag. Þau bjuggu til nokkrar tegundir af brjóstsykrum með mismunandi brögðum og mismunandi litum, mikið fjör hjá þeim!

Fjölskylduferð Vífils

Farið var í fjölskylduferð Vífils um liðna helgi. Skátar úr Vífli buðu með sér foreldrum og systkinum. Gengið var Búrfellsgjá í Heiðmörk að Kaldárseli með viðkomu í Valabóli þar sem grillaður voru pylsur og sykurpúðar yfir opnu eldi. Allir voru ánægðir en margir þreyttir eftir ævintýranlega göngu um útivistarparadís Garðabæjar!

Dróttskátafundur

Mikið stuð á fundi dróttskáta í kvöld, þeir fóru í leiki, kveiktu varðeld og plönuðu flokkaútilegur :)

Drekaskátar nutu veðurblíðunnar

Drekaskátar nutu veðurblíðunnar í dag og fengu sér íspinna í lok fundarinns úti á túni. 

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS

Hvort sem þú ert upprennandi hallarsmiður, ævintýraþyrstur unglingur eða ungur útilífsunnandi, þá er í það minnsta óhætt að fullyrða að sumarið í Garðabæ sé ein stór barnahátíð! Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Í júní og júlí verða Ævintýra- og Smíðanámskeið og í ágúst verður Ævintýranámskeið. Ævintýranámskeið (7-12 ára)Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins. Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, sund og margt fleira. Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjóðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 30 börn. Smíðavöllur (7-12 ára)Á námskeiðinu fá börn að byggja leikkofa eða garðhús auk þess sem námskeiðið er brotið upp með sundferð. leikjum o.fl. Við lok námskeiðsins geta börnin tekið kofana með heim ef þau vilja. Smíðavellirnir hafa vera sérstaklega vinsælir undanfarin ár og aðsóknin oft verið meiri en hámarksfjöldi býður upp á. Til að tryggja pláss á námskeiði er því best að skrá smiði framtíðarinnar sem fyrst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 30 börn. Upplýsingar: • Starfssvæði sumarnámskeiða Vífils er í og við Jötunheima, Bæjarbraut 7 í Garðabæ.• Námskeiðin eru frá kl. 9-16.• Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn. Gott er að eiga þurra sokka og aukabuxur í töskunni ef barnið er duglegt að kanna umhverfi sitt.• Þátttökugjöld kr. 12.000 fyrir vikuna skal greiða við skráningu. Innifalið í verði er öll dagskrá, ferðakostnaður og sundferðir. Efniskostnaður smíðavallar er innifalinn í þátttökugjaldi. Skráning fer fram á; https://skatar.felog.is/ og opnar fyrir skráningu í dag 26. apríl. • Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að senda okkur erindi á sumar@vifill.is eða hafa samband í síma 565-8820 og [...]

Sumardagurinn fyrsti

Hátíðahöld verða í Garðabæ á Sumardaginn fyrsta , þann 25 apríl nk. Hátíðarhöldin eru í umsjá Skátafélagsins Vífils líkt og fyrri ár. Skátamessa kl. 13 og skrúðganga kl. 14Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13:00. Allir eru velkomnir en hér gefst tækifæri til að upplifa annars konar messu með hátíðlegu skátasniði. Skrúðganga fer frá Vídalínskirkju kl. 14:00 en gengið er að Hofsstaðaskóla þar sem hátíðahöldin fara fram og standa fram eftir degi. Hátíðardagskrá við Hofsstaðaskóla kl. 14:30Við Hofsstaðaskóla verður boðið upp á skemmtidagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, t.d. ýmis leiktæki, kassaklifur, veltibílinn. Blásarasveit Tónlistarskólans spilar og Ronja Ræningjadóttir syngur. Þá sýna nemendur úr FG atriði úr söngleiknum Clueless. Auk þess verður hið víðfræga kökuhlaðborð í Hofsstaðaskóla þar sem fjölskyldan getur sest niður og gætt sér á dýrindis veitingum. 

Vígslufundur Fálkaskáta

Fálkaskátar voru með vígslufund í dag. Þau æfðu sig í tjöldun og tjölduðu tveimur tjöldum fyrir utan skátaheimilið. Inní tjaldinu vígðu þau svo tvo nýja skáta í sveitna og fengu sér vígsludrykk.

Innilega Fálkaskáta

Það var mikið stuð í Jötunheimum um liðna helgi þar sem fálkaskátar héldu flokkainnilegu í skátaheimilinu. Þau meðal annars spiluðu, bökuðu pizzu, horfðu á bíómynd og skemmtu sér stórkostlega! 

Sílaveiði drekaskáta

Drekaskátar reyndu á veiðihæfnina á skátafundi í dag og fóru niður að læk og reyndu að veiða síli. Það var ekki mikið sem kom í netið, en drekaskátarnir skemmtu sér vel.

Drekaþing

Drekaskátar voru með drekaþing í dag þar sem þau ákváðu hvað þau ætla að gera í næsta dagskrárhring. Þau komu með hugmyndir og kusu svo með handauppréttingum hvað þeim langaði mest að gera. Þegar kosningum var lokið fóru þau út í leiki í góða veðrinu.