Skátafélagið Vífill

Skátafélagið Vífill

Félagsútilega Vífils

Víflar fóru í félagsútilegu um liðna helgi þar sem ýmislegt var brallað. Skátarnir fóru í kvöldleik á föstudagskvöldinu, póstaleik, hike og næturleik á laugardag og svo voru haldnir Hálandaleikar Vífils á sunnudeginum. Einnig voru nýjir skátar vígðir inní sveitarnar. Stanslaust stuð alla helgina!

Flokkafundur fálkaskáta

Fálkaskátar voru með flokkafund í dag þar sem allir flokkarnir voru að vinna í mismunandi verkefnum og var mikið stuð hjá þeim. Flokkurinn Einhyrningar elduðu í hollendingi, flokkur Cyclops bjuggu til handrit að stuttmynd, flokkurinn Griffon kveiktu eld með mismunandi aðferðum og flokkurinn Pegasus bjuggu til tvo nýja leiki.

Skráning farin af stað!

Búið er að opna skráningu fyrir veturinn 2019 – 2020 á https://skatar.felog.is Fundartímar eru eftirfarandi:Drekaskátar (7 – 9 ára) eru á þriðjudögum frá 17:00 – 18:30 – fyrsti fundur drekaskáta er 3. septemberFálkaskátar (10-12 ára) eru á miðvikudögum frá 17:00 – 19:00– fyrsti fundur fálkaskáta er 4. septemberDróttskátar (13-15 ára) eru á mánudögum frá 20:00-22:00– …

Skráning farin af stað! Read More »

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs skátafélagsins Vífils verður þriðjudaginn 27. ágúst í skátaheimilinu Jötunheimum við Bæjarbraut frá kl 17.00 – 19.00 Núverandi skátar endurnýja skráningu sína og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Þátttakendur á sumarnámskeiðum Vífils eru sérstaklega velkomnir á hátíðina ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum og systkinum. Á lokahófinu gefst tækifæri til þess að kynnast félagsstarfinu, …

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs Read More »