­

About Skátafélagið Vífill

This author has not yet filled in any details.
So far Skátafélagið Vífill has created 42 blog entries.

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS Hvort sem þú ert upprennandi hallarsmiður, ævintýraþyrstur unglingur eða ungur útilífsunnandi, þá er í það minnsta óhætt að fullyrða að sumarið í Garðabæ sé ein stór barnahátíð! Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Í júní og júlí verða Ævintýra- og Smíðanámskeið og í ágúst verður Ævintýranámskeið. Ævintýranámskeið (7-12 ára)Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins. Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, sund og margt fleira. Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjóðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 30 börn. Smíðavöllur (7-12 ára)Á námskeiðinu fá börn að byggja leikkofa eða garðhús auk þess sem námskeiðið er brotið upp með sundferð. leikjum o.fl. Við lok námskeiðsins geta börnin tekið kofana með heim ef þau vilja. Smíðavellirnir hafa vera sérstaklega vinsælir undanfarin ár og aðsóknin oft verið meiri en hámarksfjöldi býður upp á. Til að tryggja pláss á námskeiði er því best að skrá smiði framtíðarinnar sem fyrst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 30 börn. Upplýsingar: • Starfssvæði sumarnámskeiða Vífils er í og við Jötunheima, Bæjarbraut 7 í Garðabæ.• Námskeiðin eru frá kl. 9-16.• Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn. Gott er að eiga þurra sokka og aukabuxur í töskunni ef barnið er duglegt að kanna umhverfi sitt.• Þátttökugjöld kr. 12.000 fyrir vikuna skal greiða við skráningu. Innifalið í verði er öll dagskrá, ferðakostnaður og sundferðir. Efniskostnaður smíðavallar er innifalinn í þátttökugjaldi. Skráning fer fram á; https://skatar.felog.is/ og opnar fyrir skráningu í dag 26. apríl. • Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að senda okkur erindi á sumar@vifill.is eða hafa samband í síma [...]

Dagskrá – Sumardagurinn fyrsti

Hátíðarhöld Garðabæjar fara fram við Hofstaðaskóla. Kassaklifur, hoppukastalar og kaffihlaðborð ásamt skemmtiatriðum, m.a. frá Jóa P og Króla.

Veðurofsi stoppar ekki dróttskáta!

Dróttskátar létu veðrið ekki stoppa sig í kvöld voru með fundinn sinn úti og kveiktu varðeld og fóru í leiki. Skátafundir eru nú komnir í páskafrí, starfið hefst svo á ný 3.apríl hjá drekaskátum, 4. apríl hjá fálkaskátum og svo 9.apríl hjá dróttskátum. Gleðilega páska!

Jólafrí 2017

Seinustu fundir fyrir jólafrí eru eftirfarandi; Drekaskátar - þriðjudaginn 12. desember. Fálkaskátar - miðvikudaginn 13. desember. Dróttskátar - mánudaginn 18. desember. Við hefjum svo starf aftur eftir áramót vikuna 8 - 12 janúar

Jólabingó Vífils

Hið árlega jólabingó Skátafélagsins Vífils verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl. 18:00 í Jötunheimum, Bæjarbraut 7.   Bingóið er í umsjá Dróttskátasveitar félagsins Fenris. Mikið úrval veglegra vinninga er í boði og kostar bingóspjaldið 500 kr. 3 spjöld kosta 1000 kr. og 5 spjöld 1500 kr. Gert verður stutt hlé og seld pizza og drykkur á vægu verði. Vonumst til þess að sjá sem flesta skáta og gesti þeirra. Hér er linkur á viðburðinn; https://www.facebook.com/events/1865233517140487/

Félagsútilega 20.-22.október

Skráning er farin af stað í félagsútilegu skátafélagsins í Bláfjöllum helgina 20.-22.október inná skatar.felog.is Skráning verður í gangi út miðvikudaginn 18.október en uppá skipulega útilegunnar væri gotte er skráningar færu fram fyrir þann tíma. Þemað í útilegunni verður „Afmæli” þar sem skátafélagið heldur uppá fimmtugasta starfsár sitt í ár.    

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00

Mánudaginn 9.október kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur í skátaheimili Vífils, Jötunheimum Bæjarbraut 7. Fundurinn er ætlaður skátum, forráðamönnum þeirra og öðrum áhugasömum og forvitnum. Á fundinum verður stutt kynning á skátastarfi en megináhersla lögð á að kynna tvö spennandi skátamót á erlendri grundu. Alheimsmót skáta, Jamboreesem haldið verður í Virginíu í Bandaríkjunum í júlí 2019. Það mót er opið öllum skátum sem fæddir eru 2001 til 2005. Annað skátamót, “Run to the fun” verður haldið í Devon (Bretland) sumarið 2018. Það mót er ætlað skátum sem fæddir eru á árunum 2000 til 2002. Vonumst til þess að sjá alla drótt- og rekkaskáta ásamt elstu fálkaskátunum auk forráðamanna þeirra. Skátakveðja Vífill.

Forsetamerki 2017

Síðastliðin laugardag var hin árlega afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar, þar sem Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði átta skáta. Þeirra á meðal var Inga Lilja Þorsteinsdóttir og Úlfur Kvaran úr Vífli. Við hjá Vífli óskum þeim innilega til hamingju með merkið en Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskáti getur hlotið. Mikil vinna liggur að baki merkisins og því er þetta mikill heiður fyrir rekkaskáta en allt að 1400 skátar hafa hlotið merkið síðan 1965. Þá var Forsetamerkið fyrst afhent þann 24.apríl af Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi forseta Íslands.

Gleðilegt nýtt skátaár

Óskum ykkur öllu gleðilegs nýs árs og hlökkum til samstarfsins. Skátastarfið hefst í byrjun janúar með skipulagsfundi félagsráðs laugardaginn 9. janúar og svo fara sveitarfundir af stað með hefðbundnum hætti í vikunni 11. - 15. janúar. Í sumar verður haldið landsmót skáta á Úlfljótsvatni dagana 17. - 24. júlí og er skráning hafin. Kynningarfundur verður haldinn í janúar.

Útilífsskóli Vífils þakkar fyrir sig

Fyrir hönd skátafélagsins Vífils viljum við þakka öllum þeim duglegu og skemmtilegu krökkum sem sóttu námskeið útilífsskóla Vífils í sumar. Bæði foringjum og skólastjórum fannst samveran gefandi og ánægjuleg og vonumst við til að tilfinning foreldra sem og krakka sé sú sama. Ásókn var góð, veðrið ekki verra og allir krakkar hressir. Við vonumst til að sjá sem flesta í skátastarfi vetrarins sem og á sumarnámskeiðum næsta árs. Að gefnu tilefni viljum við benda á að skrifstofan í Jötunheimum verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17. til 28. ágúst. Þó verður hægt að senda tölvupóst á vifill@vifill.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri. Sé málið áríðandi er hægt að hafa samband í vaktsímann okkar, 899-0089. Í Jötunheimum er enn talsvert magn af óskilamunum eftir sumarið. Ef eitthvað hefur glatast á námskeiðum sumarsins er ykkur velkomið að kíkja á okkur í Jötunheimum mánudaginn 31. ágúst á milli 17:00 og 19:00. Óskilamunir verða þá til sýnis og reynt að hafa upp á eigendum þeirra. Þakkarkveðjur, Starfsfólk Útilífsskóla Vífils