Skátafélagið Vífill

Fréttir

Aðalfundur 2018

Aðalfundur skátafélagsins Vífils verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt almennum umræðum um starfið. Allir velkomnir á fundinn.

Öflugir leiðtogar

Skátafélagið Vífill á alltaf öfluga þátttakendur á Gilwellnámskeiðunum. Gilwell er æðsta leiðtogaþjálfun innan skátahreyfingarinnar. Þessir luku þjálfun og fengu einkennin sín á dögunum, brúnan klút, hnút og tvær s.k. skógarperlur.

Jólabingó Vífils

Hið árlega jólabingó Skátafélagsins Vífils verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl. 18:00 í Jötunheimum, Bæjarbraut 7.   Bingóið er í umsjá Dróttskátasveitar félagsins Fenris. Mikið úrval veglegra vinninga er í boði og kostar bingóspjaldið 500 kr. 3 spjöld kosta 1000 kr. og 5 spjöld 1500 kr. Gert verður stutt hlé og seld pizza og drykkur á …

Jólabingó Vífils Read More »

Afmælisútilega Vífils

Um liðna helgi fóru vaskir skátar úr skátafélaginu Vífli í árlega félagsútilegu. Að þessu sinni var dvalið í skála í Bláfjöllum. Yngstu skátarnir, drekaskátar, komu í dagsferð en aðrir aldurshópar gistu tvær nætur. Þema útilegunnar var afmæli enda fagnar félagið 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Dagskrá útilegunnar var mjög fjölbreytt og fór fram …

Afmælisútilega Vífils Read More »

Félagsútilega 20.-22.október

Skráning er farin af stað í félagsútilegu skátafélagsins í Bláfjöllum helgina 20.-22.október inná skatar.felog.is Skráning verður í gangi út miðvikudaginn 18.október en uppá skipulega útilegunnar væri gotte er skráningar færu fram fyrir þann tíma. Þemað í útilegunni verður „Afmæli” þar sem skátafélagið heldur uppá fimmtugasta starfsár sitt í ár.    

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00

Mánudaginn 9.október kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur í skátaheimili Vífils, Jötunheimum Bæjarbraut 7. Fundurinn er ætlaður skátum, forráðamönnum þeirra og öðrum áhugasömum og forvitnum. Á fundinum verður stutt kynning á skátastarfi en megináhersla lögð á að kynna tvö spennandi skátamót á erlendri grundu. Alheimsmót skáta, Jamboreesem haldið verður í Virginíu í Bandaríkjunum í júlí 2019. Það …

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00 Read More »

Forsetamerki 2017

Síðastliðin laugardag var hin árlega afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar, þar sem Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði átta skáta. Þeirra á meðal var Inga Lilja Þorsteinsdóttir og Úlfur Kvaran úr Vífli. Við hjá Vífli óskum þeim innilega til hamingju með merkið en Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskáti getur hlotið. Mikil vinna liggur að baki merkisins og því …

Forsetamerki 2017 Read More »

Vertu með!

Virkni og þátttaka er galdurinn í skátastarfi. Það eru nefninlega skátarnir sjálfir sem ákveða hvað gert er. Skátar fara í útilegur og ferðalög, klífa fjöll, leika leikrit, sigla á kajökum, tálga, syngja, dansa og byggja snjóhús. Þeir öðlast reynslu í að skipuleggja sitt eigið skátastarf sem byggir á gildum skátanna. Vetrarstarf skátafélagana er að fara …

Vertu með! Read More »

Hvatapeningar

Hvatapeningar í Garðabæ eru 32.000 kr árið 2017 og eru í boði fyrir öll börn á aldrinum 5-18 ára.  Hægt er að nýta hvatapeningana til niðurgreiðslu á æfingagjöldum í skipulagt tómstunda- og íþróttastarf sem stendur yfir í 10 vikur eða lengur. Nú hafa flest félög í Garðabæ tengst rafrænu skráningakerfi, Nóra, þar sem hægt er að nýta hvatapeningana …

Hvatapeningar Read More »