Skátafélagið Vífill

Forsíðukynning – hægri

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS Hvort sem þú ert upprennandi hallarsmiður, ævintýraþyrstur unglingur eða ungur útilífsunnandi, þá er í það minnsta óhætt að fullyrða að sumarið í Garðabæ sé ein stór barnahátíð! Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Í júní og júlí verða Ævintýra- og Smíðanámskeið og í ágúst …

SUMARNÁMSKEIÐ VÍFILS Read More »

Jólabingó Vífils

Hið árlega jólabingó Skátafélagsins Vífils verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl. 18:00 í Jötunheimum, Bæjarbraut 7.   Bingóið er í umsjá Dróttskátasveitar félagsins Fenris. Mikið úrval veglegra vinninga er í boði og kostar bingóspjaldið 500 kr. 3 spjöld kosta 1000 kr. og 5 spjöld 1500 kr. Gert verður stutt hlé og seld pizza og drykkur á …

Jólabingó Vífils Read More »

Félagsútilega 20.-22.október

Skráning er farin af stað í félagsútilegu skátafélagsins í Bláfjöllum helgina 20.-22.október inná skatar.felog.is Skráning verður í gangi út miðvikudaginn 18.október en uppá skipulega útilegunnar væri gotte er skráningar færu fram fyrir þann tíma. Þemað í útilegunni verður „Afmæli” þar sem skátafélagið heldur uppá fimmtugasta starfsár sitt í ár.    

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00

Mánudaginn 9.október kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur í skátaheimili Vífils, Jötunheimum Bæjarbraut 7. Fundurinn er ætlaður skátum, forráðamönnum þeirra og öðrum áhugasömum og forvitnum. Á fundinum verður stutt kynning á skátastarfi en megináhersla lögð á að kynna tvö spennandi skátamót á erlendri grundu. Alheimsmót skáta, Jamboreesem haldið verður í Virginíu í Bandaríkjunum í júlí 2019. Það …

Foreldrafundur 9.okt kl. 20:00 Read More »

Forsetamerki 2017

Síðastliðin laugardag var hin árlega afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar, þar sem Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði átta skáta. Þeirra á meðal var Inga Lilja Þorsteinsdóttir og Úlfur Kvaran úr Vífli. Við hjá Vífli óskum þeim innilega til hamingju með merkið en Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskáti getur hlotið. Mikil vinna liggur að baki merkisins og því …

Forsetamerki 2017 Read More »

Víflar á heimsmót skáta í Japan

Glæsilegur hópur af Víflum lagði af stað í langt ferðalag á alheimsmóti skáta í Japan þann 24. júlí síðastliðinn. Ferðalagið á mótssvæðið tók c.a. 35 klukkustundir og var hópurinn því mjög þreyttur þegar við loks komumst á leiðarenda. Fyrstu tveir dagarnir fóru að mestu í það að kynna sér svæðið og venjast hitanum hér á …

Víflar á heimsmót skáta í Japan Read More »

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu

Fyrir tveimur vikum áttu undur og stórmerki sér stað þegar sólin ákvað að gerast fastagestur á námskeiðunum. Veðrið hefur leikið við krakkana undanfarið og gert allt gott enn betra. Fyrir utan hinar hefðbundnu kofasmíðar höfum við einnig farið í klettaklifur, skoðað þyrlur Landhelgisgæslunnar og farið í útilegu í Heiðmörk. Nú er fjórða vika skólans að …

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu Read More »