Á skátaþingi 2015 sem haldið er á Selfossi var samþykkt breyting á skátaheitinu. Umræða um það hefur staðið yfir lengi enda um viðkvæmt mál að ræða. Breytingin felur það í sér að skátar geta valið á milli fjöggurra orða eða hugtaka og þannig valið sér sitt eigið skátaheit. Nýja skátaheitið hljóðar svo:
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess; að gera skyldu mína við guð/samvisku og ættjörðina/samfélag, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin