Skátafélagið Vífill

Month: janúar 2016

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum

Heil og sæl Nú er komið að enn einu Landsmótinu og að sjálfsögðu láta Víflar sig ekki vanta. Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17. –  24. júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið. Þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli. …

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum Read More »

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. – 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna …

Fyrstu skátafundir ársins 2016 Read More »

Gleðilegt nýtt skátaár

Óskum ykkur öllu gleðilegs nýs árs og hlökkum til samstarfsins. Skátastarfið hefst í byrjun janúar með skipulagsfundi félagsráðs laugardaginn 9. janúar og svo fara sveitarfundir af stað með hefðbundnum hætti í vikunni 11. – 15. janúar. Í sumar verður haldið landsmót skáta á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. júlí og er skráning hafin. Kynningarfundur verður …

Gleðilegt nýtt skátaár Read More »