­

About Skátafélagið Vífill

This author has not yet filled in any details.
So far Skátafélagið Vífill has created 42 blog entries.

Víflar á heimsmót skáta í Japan

Glæsilegur hópur af Víflum lagði af stað í langt ferðalag á alheimsmóti skáta í Japan þann 24. júlí síðastliðinn. Ferðalagið á mótssvæðið tók c.a. 35 klukkustundir og var hópurinn því mjög þreyttur þegar við loks komumst á leiðarenda. Fyrstu tveir dagarnir fóru að mestu í það að kynna sér svæðið og venjast hitanum hér á svæðinu sem hefur verið talsvert hærri en við þekkjum heima á Íslandi, eða um og yfir 40 gráðu hiti og mikill raki. Á mótinu eru samankomnir um 33.000 þátttakendur frá 144 löndum og hafa Víflarnir því fengið að kynnast jafnöldrum frá hinum ýmsu löndum og er frábært að sjá hvað allir eru góðir vinir hér þrátt fyrir mjög ólíka menningarheima og bakgrunn. Þátttakendur hafa farið í fjölbreytta dagskrá t.a.m. vatnadagskrá, náttúruskoðun, vísindaþorp þar sem þau meðal annars hafa kynnst tækninýjungum frá Toyota, Canon, Honda og ýmsum fleiri fyrirtækjum, enda eru japanir þekktir fyrir hinar ýmsu uppfinningar. Einnig hafa þau fengið að kynnast menningu Japana með því að heimsækja grunnskóla og fyrirtæki í nálægum bæjarfélögum. Það sem stendur þó einna mest upp úr er heimsóknin til Hiroshima sem farin var til að skoða safn þar sem sjá mátti minjar frá hinni hörmulegu árás sem gerð var á borgina fyrir akkurat 70 árum síðan þann 6. ágúst 1945 kl. 8.15. Í morgun var mínútu þögn hér á mótssvæðinu til að votta fórnarlömbum árásanna virðingu okkar. Nú fer mótinu að ljúka og halda þátttakendur þá til Yokohama sýslu þar sem þau munu fara í heima gistingu á japönskum heimilum í tvær nætur. Eftir það munum við ferðast m.a. að fjallinu Mount Fuji og að lokum verður farið til Tókýó þar sem við munum eyða síðustu dögunum okkar. Sajonara Japansfararnir  

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu

Fyrir tveimur vikum áttu undur og stórmerki sér stað þegar sólin ákvað að gerast fastagestur á námskeiðunum. Veðrið hefur leikið við krakkana undanfarið og gert allt gott enn betra. Fyrir utan hinar hefðbundnu kofasmíðar höfum við einnig farið í klettaklifur, skoðað þyrlur Landhelgisgæslunnar og farið í útilegu í Heiðmörk. Nú er fjórða vika skólans að klárast sem þýðir að sumarstarfið sé hálfnað og að einungis tvö smíðanámskeið eru eftir. Fullt er á næsta smíðanámskeið en ennþá eru laus pláss á síðasta smíðanámskeiðið, hver fer þó að verða síðastur að skrá sig. Ævintýranámskeiðin verða fjögur í viðbót og endar næsta vika á skemmtilegri útilegu. Skráningin er að sjálfsögðu enn í fullum gangi! https://secure.skatar.is/felagatal/vifill/sumarnamskeid.aspx

Útilífsskóli Vífils, sumarið 2015

Allar nánari upplýsingar um Útilífsskólann má finna inná http://vifill.is/skatastarf-2/sumarnamskeid/ :: Lesa meira

Sumarið komið hjá Vífli

Sumarið hjá Vífli byrjar af krafti líkt og venjulega. Fyrstu námskeið sumarsins hófust á mánudaginn var og hafa gengið mjög vel. Líkt og fyrri sumur komust færri að þessi vikuna en vildu og er því um að gera að skrá sig á komandi námskeið ef áhugi er fyrir hendi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur þetta sumarið. Við munum smíða, klifra, fara á kanó, fara í sund og fara í útilegur svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin standa yfir í átta vikur og er skráning í fullum gangi. Hlekk að skráningu á námskeið má finna hér fyrir neðan. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við okkur á sumar@vifill.is eða í síma 565-8820/899-0089. Sjáumst í sumar! https://secure.skatar.is/felagatal/vifill/sumarnamskeid.aspx#  

Hátíðardagskrá í Garðabæ á 17. júní

Morgundagskrá - Kanósiglingar á Urriðavatni Bílastæði við enda Kauptúns 3 Kl. 9:00 – 11:00   - Hestamannafélagið Sóti Kl. 10:45 – 11:15. Félagar úr Hestamannafélaginu Sóta teyma undir börnum á svæðinu fyrir framan Álftaneslaug   - Golfvöllur við Haukshús 10:00. 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið í hvorum flokki ásamt farandbikar. Leikinn verður níu holu höggleikur og ræst verður af öllum teigum kl. 10:00. Skráning í mótið fer fram á staðnum og hefst klukkan 9:30.   - Sund í Álftaneslaug Frítt í sund fyrir Garðbæinga. Opið kl. 10:00 - 14:00.   - Vífilsstaðavatn, allan daginn Ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga.   Hátíðardagskrá - Safnaðarheimili Bessastaðasóknar kl. 10:00 – 10:15 Helgistund í safnaðarheimilinu, Brekkuskógum 1.   - Skrúðganga leggur af stað kl. 10:15 Gengið frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug. Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Svana. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.   - Á hátíðarsviði á Álftanesi kl. 10:35 – 12:00 Setning – formaður íþrótta- og tómstundaráðs Fjallkona Agla Bríet - úr Ísland got talent Latibær Gunni og Felix   - Á hátíðarsvæði á Álftanesi kl. 10:35 - 12:00 Hoppukastalar - Skátafélagið Svanir verða með sjoppu þar sem m.a. verður selt kandíflos, sælgæti og gosdrykkir.   - í Hátíðarsal Álftaness kl. 15:00 Frá kl 15:00 - 17:00 verður hið margrómaða kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness.     - Vídalínskirkja kl. 13:15 - 13:50 Hátíðarstund í Vídalínskirkju. Nýstúdent flytur ávarp – Þóranna Gunný Gunnarsdóttir.   - Skrúðganga leggur af stað kl. 14:00 Gengið er frá Vídalínskirkju, eftir Hofsstaðabraut, Karlabraut og Vífilsstaðavegi að hátíðarsvæði við Garðaskóla. Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Vífils. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.   - Á hátíðarsviði við Ásgarð kl. [...]

Hjólatúr og flugdrekagerð hjá Fálkaskátum

Í dag var nóg um að vera á fálkaskátafundi. Flokkurinn Gullfoss skellti sér í góðan hjólatúr inn í Hafnarfjörð og stoppuðu við í ísbúðinni og fengu sér smá ís til að safna orku fyrir heimferðinni. Hinir flokkarnir tveir þ.e. Vorynjur og Aztekar bjuggu til flugdreka úr bambus og ruslapokum. Það gekk mis vel að koma flugdrekunum á loft og fengu fengu skátanir að fara með flugdrekana sína heim og ná eflaust að koma þeim á loft þegar betur til þess viðrar.

Skráning á sumarnámskeið Vífils er komin í gang

Nú hefur verið opnað á skráningu á Ævintýra- og Smíðanámskeið á skráningarsíðu okkar. Skráning á Grallara- og Útilífsnámskeið hefst 13. maí. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar. Kveðja, Sumarstarfsfólk

Hreinsunarviku að ljúka

Nú er hreinsunarvikunni að ljúka hjá okkur í Skátafélaginu Vífli. Skátarnir stóðu sig með eindæmum vel við að hreinsa nærumhverfið okkar og var samkeppnin hörð á milli sveita um mesta ruslið, skrýtnasta ruslið og gulasta ruslið. Úrslit keppninnar verða birt í næstu viku. Við þökkum öllum þeim skátum og foreldrum sem mættu og lögðu hönd á plóg við hreinsunina.

Drekaskátadagurinn

Næstkomandi sunnudag verður Drekaskátadagurinn haldinn hér í Garðabæ næstkomandi sunnudag, þann 1. mars. Þá mæta skátar af öllu höfuðborgarsvæðinu og skemmta sér við að leysa hinar ýmsu þrautir um bæinn. Drekaskátarnir í Vífli ætla að sjálfsögðu að taka þátt og er mæting í Jötunheima kl. 13:00. Skráning er í viðburðaskráningu Bandalagsins og lýkur henni að kvöldi fimmtudags. Hlökkum til að sjá sem flesta. Skráning: https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx

Líf og fjör á fundum

Mikið fjör var á fundum hjá skátunum okkar í síðustu viku. Drekaskátar skemmtu sér við að undirbúa öskudaginn með því að sauma öskupoka sem hafa eflaust endað á grunlausum bæjarbúum á öskudaginn sjálfann. Á ösku dag mættu svo hinar ýmsu verur á fálkaskátafund. Þar var sungið og trallað og fengu verurnar smá nammi til viðbótar við þar sem þau höfðu safnað með söng fyrr um daginn.