Skátafélagið Vífill

Forsíðukynning – vinstri

Drekaþing

Drekaskátar voru með drekaþing í dag þar sem þau ákváðu hvað þau ætla að gera í næsta dagskrárhring. Þau komu með hugmyndir og kusu svo með handauppréttingum hvað þeim langaði mest að gera. Þegar kosningum var lokið fóru þau út í leiki í góða veðrinu.

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. – 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna …

Fyrstu skátafundir ársins 2016 Read More »

Forsetamerkishafar 2015

10 vaskir skátar úr Vífli tóku við forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sunnudaginn 11. október sl. Alls tóku 22 skátar við merkinu að þessu sinni og var hópurinn frá Vífli fjölmennastur. Sveitarforinginn Atli Bachmann heldur utan um rekkaskátastarfið og hefur haldið vel utan um skátana og hvatt þá áfram með ráðum og dáð. Forsetamerkishafarnir …

Forsetamerkishafar 2015 Read More »

Hjólatúr og flugdrekagerð hjá Fálkaskátum

Í dag var nóg um að vera á fálkaskátafundi. Flokkurinn Gullfoss skellti sér í góðan hjólatúr inn í Hafnarfjörð og stoppuðu við í ísbúðinni og fengu sér smá ís til að safna orku fyrir heimferðinni. Hinir flokkarnir tveir þ.e. Vorynjur og Aztekar bjuggu til flugdreka úr bambus og ruslapokum. Það gekk mis vel að koma …

Hjólatúr og flugdrekagerð hjá Fálkaskátum Read More »