Skátafélagið Vífill

Björn Hilmarsson

Afmælisútilega Vífils

Um liðna helgi fóru vaskir skátar úr skátafélaginu Vífli í árlega félagsútilegu. Að þessu sinni var dvalið í skála í Bláfjöllum. Yngstu skátarnir, drekaskátar, komu í dagsferð en aðrir aldurshópar gistu tvær nætur. Þema útilegunnar var afmæli enda fagnar félagið 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Dagskrá útilegunnar var mjög fjölbreytt og fór fram …

Afmælisútilega Vífils Read More »

Vertu með!

Virkni og þátttaka er galdurinn í skátastarfi. Það eru nefninlega skátarnir sjálfir sem ákveða hvað gert er. Skátar fara í útilegur og ferðalög, klífa fjöll, leika leikrit, sigla á kajökum, tálga, syngja, dansa og byggja snjóhús. Þeir öðlast reynslu í að skipuleggja sitt eigið skátastarf sem byggir á gildum skátanna. Vetrarstarf skátafélagana er að fara …

Vertu með! Read More »

Hvatapeningar

Hvatapeningar í Garðabæ eru 32.000 kr árið 2017 og eru í boði fyrir öll börn á aldrinum 5-18 ára.  Hægt er að nýta hvatapeningana til niðurgreiðslu á æfingagjöldum í skipulagt tómstunda- og íþróttastarf sem stendur yfir í 10 vikur eða lengur. Nú hafa flest félög í Garðabæ tengst rafrænu skráningakerfi, Nóra, þar sem hægt er að nýta hvatapeningana …

Hvatapeningar Read More »

50 ára afmæli

50 ára afmæli Vífils var fagnað á sumardaginn fyrsta með hefðbundnum hætti og hátíðlegum blæ. Í skátamessu flutt ávörp Ágúst Þorsteinsson heiðursfélagi og Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir skátaforingi. Skrúðagangan lagði af stað í hríðarbil og var gengið að Hofsstaðaskóla þar sem blásarasveitin lék nokkur lög. Bjarni töframaður skemmti gestum og nemendur úr 5. og 6. bekk …

50 ára afmæli Read More »

Nýr skátahöfðingi

Marta Magnús­dótt­ir var í dag kjör­in skáta­höfðingi Banda­lags ís­lenskra skáta til tveggja ára á skátaþingi sem fer fram á Ak­ur­eyri um helg­ina. Marta sigraði með 43 at­kvæðum en Ólaf­ur Proppé, sem var einnig í fram­boði til skáta­höfðingja, hlaut 35 at­kvæði. Alls greiddu 81 at­kvæði og voru þrír seðlar auðir. Marta er yngsti skáta­höfðingi BÍS frá …

Nýr skátahöfðingi Read More »

Nýkjörin stjórn Vífils

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 16. febrúar sl. var kjörin ný stjórn. Hafdís Bára Kristmundsdóttir var endurkjörin félagsforingi, Gísli Örn Bragason aðstoðarfélagsforingi og Guðbjörg Þórðardóttir gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Dögg Gísladóttir sem vantar á myndina, Hildur Hafsteinsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Thelma Rún van Erven og Unnur Flygenring.