Skátafélagið Vífill

Fréttir

Skátafélagið Vífill 50 ára

Skátafélagið Vífill var stofnað á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1967 og verður því 50 ára á þessu ári. Svo skemmtilega vill til að afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta í ár. Á afmælisárinu ber hæst hátíðarhöldin á sumardaginn fyrsta 20. apríl sem verða með hátíðlegri blæ en ella. Laugardaginn 22. apríl verður afmælisveisla fyrir boðsgesti. […]

Skátafélagið Vífill 50 ára Read More »

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn

Skátafélagið Vífill óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir það og þau liðnu. Árið 2017 er fimmtugasta starfsár skátafélagsins og verður því sérstaklega viðburðaríkt til að fagna því. Á meðan afmælisdagurinn sjálfur lendir á sumardeginum fyrsta, 20. apríl, verður áfanganum samt fagnað allt árið um kring. Á árinu verða til að mynda tvær

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn Read More »

Takk fyrir sumarið

Skátafélagið Vífill þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu sumarnámskeið félagsins. Námskeiðin tókust afar vel og veðrið lék við okkur. Námskeiðin í ár voru öll mjög vel sótt og uppselt á mörg. Því miður voru þau nokkuð færri en undanfarin ár þar sem félagið fékk færri starfsmenn úr bæjarvinnunni en áður. Skátarnir tóku þátt í ýmsum viðburðum

Takk fyrir sumarið Read More »

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný

Skátaþing 2016 Read More »

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: „Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga“. Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri.

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn Read More »