Skátafélagið Vífill

Fréttir

Komdu í skátana

Skráning í vetrarstarfið hefst föstudaginn 1. september. Fyrstu skátafundir verða í vikunni 11. – 15. september. Fundartímar eru þeir sömu og undanfarin ár. Þeim sem hafa áhuga á að koma og prófa er velkomið að koma á tvo fundi áður en þeir ákveða sig. Skráningu lýkur 15. október. Hlökkum til að sjá þig.

50 ára afmæli

50 ára afmæli Vífils var fagnað á sumardaginn fyrsta með hefðbundnum hætti og hátíðlegum blæ. Í skátamessu flutt ávörp Ágúst Þorsteinsson heiðursfélagi og Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir skátaforingi. Skrúðagangan lagði af stað í hríðarbil og var gengið að Hofsstaðaskóla þar sem blásarasveitin lék nokkur lög. Bjarni töframaður skemmti gestum og nemendur úr 5. og 6. bekk …

50 ára afmæli Read More »

Nýr skátahöfðingi

Marta Magnús­dótt­ir var í dag kjör­in skáta­höfðingi Banda­lags ís­lenskra skáta til tveggja ára á skátaþingi sem fer fram á Ak­ur­eyri um helg­ina. Marta sigraði með 43 at­kvæðum en Ólaf­ur Proppé, sem var einnig í fram­boði til skáta­höfðingja, hlaut 35 at­kvæði. Alls greiddu 81 at­kvæði og voru þrír seðlar auðir. Marta er yngsti skáta­höfðingi BÍS frá …

Nýr skátahöfðingi Read More »

Nýkjörin stjórn Vífils

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 16. febrúar sl. var kjörin ný stjórn. Hafdís Bára Kristmundsdóttir var endurkjörin félagsforingi, Gísli Örn Bragason aðstoðarfélagsforingi og Guðbjörg Þórðardóttir gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Dögg Gísladóttir sem vantar á myndina, Hildur Hafsteinsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Thelma Rún van Erven og Unnur Flygenring.

Gaukar á Gilwell

Þær Gréta Björg Unnarsdóttir og Kristín ósk Sævarsdóttir luku Gilwellþjálfun í lok janúar sl. Gilwell er æðsta foringjaþjálfun skátaheryfingarinnar. Þær Gréta Björg og Kristín Ósk bættust þar með í risastóran hóp annarra skáta. Ævagömul hefð er að raða þátttakendum á Gilwell í hópa sem kenndir eru við fuglategundir og keppa flokkarnir sín á milli. Þær …

Gaukar á Gilwell Read More »

Aðalfundur Vífils 16. febrúar 2017

Aðalfundur skátafélagsins Vífils verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning félagsforingja Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun afmælisársins 2017 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram Önnur mál …

Aðalfundur Vífils 16. febrúar 2017 Read More »

Skátafélagið Vífill 50 ára

Skátafélagið Vífill var stofnað á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1967 og verður því 50 ára á þessu ári. Svo skemmtilega vill til að afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta í ár. Á afmælisárinu ber hæst hátíðarhöldin á sumardaginn fyrsta 20. apríl sem verða með hátíðlegri blæ en ella. Laugardaginn 22. apríl verður afmælisveisla fyrir boðsgesti. …

Skátafélagið Vífill 50 ára Read More »

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn

Skátafélagið Vífill óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir það og þau liðnu. Árið 2017 er fimmtugasta starfsár skátafélagsins og verður því sérstaklega viðburðaríkt til að fagna því. Á meðan afmælisdagurinn sjálfur lendir á sumardeginum fyrsta, 20. apríl, verður áfanganum samt fagnað allt árið um kring. Á árinu verða til að mynda tvær …

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn Read More »