Skátafélagið Vífill

Fréttir

Takk fyrir sumarið

Skátafélagið Vífill þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu sumarnámskeið félagsins. Námskeiðin tókust afar vel og veðrið lék við okkur. Námskeiðin í ár voru öll mjög vel sótt og uppselt á mörg. Því miður voru þau nokkuð færri en undanfarin ár þar sem félagið fékk færri starfsmenn úr bæjarvinnunni en áður. Skátarnir tóku þátt í ýmsum viðburðum …

Takk fyrir sumarið Read More »

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný …

Skátaþing 2016 Read More »

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: „Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga“. Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri. …

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn Read More »

Fimmtudagssveit fálkaskáta hreiðrar um sig

Fálkasveit fimmtudaga ákvað að taka sitt herbergi í Jötunheimum í gegn og hanna það algjörlega eftir sínu höfði. Síðasta fimmtudag var því unnið hörðum höndum með pensli og sköpunargáfunni og var niðurstaðan ekki af verri endanum. Í kjölfarið var farið með húsgögn í góða hirðinn og má því segja að framkvæmdirnar marki nýtt upphaf hjá …

Fimmtudagssveit fálkaskáta hreiðrar um sig Read More »