Skátafélagið Vífill

Fréttir

Gleðilegt sumar

Kæru skátar, við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Allar sveitir taka þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar vikuna 4. – 7. maí og fær hver sveit sitt svæði til þess að hreinsa. Foreldrar eru velkomnir með skátunum sínum og geta aðstoðað við hreinsun og veitingar. Skáti er náttúruvinur!

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Hefðbundin hátíðarhöld Mikið verður um dýrðir á sumardaginn fyrsta, enda sterk hefð um hátíðahöldin í Garðabæ. Þau hafa ávallt verið í umsjá Vífils. Sumardagurinn fyrsti er um leið afmælisdagur félagsins, en félagið var stofnað á þessum degi árið 1967 og verður því 48 ára á þessu ári. Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13 Dagurinn hefst með …

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ Read More »

Aðalfundur Vífils 2015

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 5. mars. Fundurinn var mjög vel sóttur og náðist góður árangur í að manna nefndir félagsins sem hafa verið í lægð að undanförnu. Páll Himarsson var fundarstjóri og Vala Dröfn Hauksdóttir fundarritari. Félagsforinginn var endurkjörinn ásamt Hildi aðstoðarfélagsforingja og Evu Mjöll, ritara. Nýjar í stjórn eru Dögg Gísladóttir og Thelma …

Aðalfundur Vífils 2015 Read More »

Drekaskátadagurinn

Næstkomandi sunnudag verður Drekaskátadagurinn haldinn hér í Garðabæ næstkomandi sunnudag, þann 1. mars. Þá mæta skátar af öllu höfuðborgarsvæðinu og skemmta sér við að leysa hinar ýmsu þrautir um bæinn. Drekaskátarnir í Vífli ætla að sjálfsögðu að taka þátt og er mæting í Jötunheima kl. 13:00. Skráning er í viðburðaskráningu Bandalagsins og lýkur henni að …

Drekaskátadagurinn Read More »