Skátafélagið Vífill

Fréttir

Aðalfundur Vífils 2015

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 5. mars. Fundurinn var mjög vel sóttur og náðist góður árangur í að manna nefndir félagsins sem hafa verið í lægð að undanförnu. Páll Himarsson var fundarstjóri og Vala Dröfn Hauksdóttir fundarritari. Félagsforinginn var endurkjörinn ásamt Hildi aðstoðarfélagsforingja og Evu Mjöll, ritara. Nýjar í stjórn eru Dögg Gísladóttir og Thelma …

Aðalfundur Vífils 2015 Read More »

Drekaskátadagurinn

Næstkomandi sunnudag verður Drekaskátadagurinn haldinn hér í Garðabæ næstkomandi sunnudag, þann 1. mars. Þá mæta skátar af öllu höfuðborgarsvæðinu og skemmta sér við að leysa hinar ýmsu þrautir um bæinn. Drekaskátarnir í Vífli ætla að sjálfsögðu að taka þátt og er mæting í Jötunheima kl. 13:00. Skráning er í viðburðaskráningu Bandalagsins og lýkur henni að …

Drekaskátadagurinn Read More »

ÞRETTÁNDAGLEÐI

Árleg þrettándagleði Vífils verður þriðjudaginn 6. janúar kl. 18.00. Söngur, samvera, kakó og kex Boðið verður upp á notalega samveru og söngsstund í sal ásamt smávegis af sprenginum úti við. Allir fá kakó og eitthvað gott að maula með því. Hvetjum alla frækna skáta, forráðamenn og frændfólk að mæta og syngja sig inn í nýtt …

ÞRETTÁNDAGLEÐI Read More »

Gleðileg jól

  Skátafélagið Vífill óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum gott samstarf á árinu 2014 og hlökkum til þess nýja. Skrifstofa félagsins er lokuð yfir hátíðarnar. Tölvupóstur, vifill@vifill.is er besta leiðin til þess að ná sambandi við okkur ef þörf krefur. Skátafundir hefjast í vikunni 12. – 16. janúar 2015. Þrettándagleði verður haldin …

Gleðileg jól Read More »

Vífill gegn einelti

Foringjar fræðast um mikilvæg málefni Í skátafélaginu Vífli er lögð áhersla á að foringjar séu vel undirbúnir undir starf sitt og eigi kost á námskeiðum sem efla þá. Á foringjaráðsfundi í október sl. fengu þeir kynningu á eineltisáætluninni Gegn einelti í Garðabæ. Áætlunin hefur verið í notkun í grunnskólum bæjarins um langt árabil og geta …

Vífill gegn einelti Read More »

Frábær félagsútilega

Í Bláfjöllum voru ýmsar kynjaverur á ferli um helgina. Þar voru á verð vaskir skátar úr Vífli íkæddir allskyns hræðilegum búningum. Þema útilegunnar var Hrekkjavaka og voru ýmsir hrekkir kallaðir fram. Skátarnir spreyttu sig á margvíslegum verkefnum og nutu útiveru. Kennda var slysaförðun og má sjá sýnishorn á meðgylgjandi myndum. Kokkarnir voru hrekktir því borinn …

Frábær félagsútilega Read More »

Halloween – Félagsútilega

Kæru skátar og forráðamenn Árleg félagsútilega Vífils verður haldin helgina 31. okt. – 2 nóv. og verður hún haldin í Víkings og ÍR í Bláfjöllum líkt og í fyrra. Markmið útilegunnar er að efla félagsandann, þjálfa skátana í útilífi og skátaleikjum ásamt því að efla sjálfstæði þeirra. Þema útilegunnar þetta árið er Halloween og er óskað eftir því að skátarnir …

Halloween – Félagsútilega Read More »