Skátafélagið Vífill

Forsíðukynning – hægri

Hátíðardagskrá í Garðabæ á 17. júní

Morgundagskrá – Kanósiglingar á Urriðavatni Bílastæði við enda Kauptúns 3 Kl. 9:00 – 11:00   – Hestamannafélagið Sóti Kl. 10:45 – 11:15. Félagar úr Hestamannafélaginu Sóta teyma undir börnum á svæðinu fyrir framan Álftaneslaug   – Golfvöllur við Haukshús 10:00. 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri og 14 ára …

Hátíðardagskrá í Garðabæ á 17. júní Read More »

Hreinsunarviku að ljúka

Nú er hreinsunarvikunni að ljúka hjá okkur í Skátafélaginu Vífli. Skátarnir stóðu sig með eindæmum vel við að hreinsa nærumhverfið okkar og var samkeppnin hörð á milli sveita um mesta ruslið, skrýtnasta ruslið og gulasta ruslið. Úrslit keppninnar verða birt í næstu viku. Við þökkum öllum þeim skátum og foreldrum sem mættu og lögðu hönd …

Hreinsunarviku að ljúka Read More »

Gleðilegt sumar

Kæru skátar, við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Allar sveitir taka þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar vikuna 4. – 7. maí og fær hver sveit sitt svæði til þess að hreinsa. Foreldrar eru velkomnir með skátunum sínum og geta aðstoðað við hreinsun og veitingar. Skáti er náttúruvinur!

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Hefðbundin hátíðarhöld Mikið verður um dýrðir á sumardaginn fyrsta, enda sterk hefð um hátíðahöldin í Garðabæ. Þau hafa ávallt verið í umsjá Vífils. Sumardagurinn fyrsti er um leið afmælisdagur félagsins, en félagið var stofnað á þessum degi árið 1967 og verður því 48 ára á þessu ári. Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13 Dagurinn hefst með …

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ Read More »

Aðalfundur Vífils 2015

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 5. mars. Fundurinn var mjög vel sóttur og náðist góður árangur í að manna nefndir félagsins sem hafa verið í lægð að undanförnu. Páll Himarsson var fundarstjóri og Vala Dröfn Hauksdóttir fundarritari. Félagsforinginn var endurkjörinn ásamt Hildi aðstoðarfélagsforingja og Evu Mjöll, ritara. Nýjar í stjórn eru Dögg Gísladóttir og Thelma …

Aðalfundur Vífils 2015 Read More »

ÞRETTÁNDAGLEÐI

Árleg þrettándagleði Vífils verður þriðjudaginn 6. janúar kl. 18.00. Söngur, samvera, kakó og kex Boðið verður upp á notalega samveru og söngsstund í sal ásamt smávegis af sprenginum úti við. Allir fá kakó og eitthvað gott að maula með því. Hvetjum alla frækna skáta, forráðamenn og frændfólk að mæta og syngja sig inn í nýtt …

ÞRETTÁNDAGLEÐI Read More »