Skátafélagið Vífill

Fréttir

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun ársins 2016 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram Önnur mál Til fundarins eru …

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016 Read More »

Skráning á Landsmót 2016; skráningargjöld hækka á næstunni

Við viljum minna alla Vífla á að 15. febrúar hækka skráningargjald á Landsmót um 5%. Nú fer því hver að verða síðastur að skrá sig á www.landsmot.is áður en verðið hækkar. Við viljum einnig benda á að hægt er að skipta skráningargjaldinu upp í fleiri en eina greiðslu. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrirkomulagið …

Skráning á Landsmót 2016; skráningargjöld hækka á næstunni Read More »

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum

Heil og sæl Nú er komið að enn einu Landsmótinu og að sjálfsögðu láta Víflar sig ekki vanta. Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17. –  24. júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið. Þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli. …

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum Read More »

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. – 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna …

Fyrstu skátafundir ársins 2016 Read More »

Gleðilegt nýtt skátaár

Óskum ykkur öllu gleðilegs nýs árs og hlökkum til samstarfsins. Skátastarfið hefst í byrjun janúar með skipulagsfundi félagsráðs laugardaginn 9. janúar og svo fara sveitarfundir af stað með hefðbundnum hætti í vikunni 11. – 15. janúar. Í sumar verður haldið landsmót skáta á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. júlí og er skráning hafin. Kynningarfundur verður …

Gleðilegt nýtt skátaár Read More »

Útilífsskóli Vífils þakkar fyrir sig

Fyrir hönd skátafélagsins Vífils viljum við þakka öllum þeim duglegu og skemmtilegu krökkum sem sóttu námskeið útilífsskóla Vífils í sumar. Bæði foringjum og skólastjórum fannst samveran gefandi og ánægjuleg og vonumst við til að tilfinning foreldra sem og krakka sé sú sama. Ásókn var góð, veðrið ekki verra og allir krakkar hressir. Við vonumst til …

Útilífsskóli Vífils þakkar fyrir sig Read More »

Víflar á heimsmót skáta í Japan

Glæsilegur hópur af Víflum lagði af stað í langt ferðalag á alheimsmóti skáta í Japan þann 24. júlí síðastliðinn. Ferðalagið á mótssvæðið tók c.a. 35 klukkustundir og var hópurinn því mjög þreyttur þegar við loks komumst á leiðarenda. Fyrstu tveir dagarnir fóru að mestu í það að kynna sér svæðið og venjast hitanum hér á …

Víflar á heimsmót skáta í Japan Read More »

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu

Fyrir tveimur vikum áttu undur og stórmerki sér stað þegar sólin ákvað að gerast fastagestur á námskeiðunum. Veðrið hefur leikið við krakkana undanfarið og gert allt gott enn betra. Fyrir utan hinar hefðbundnu kofasmíðar höfum við einnig farið í klettaklifur, skoðað þyrlur Landhelgisgæslunnar og farið í útilegu í Heiðmörk. Nú er fjórða vika skólans að …

Sólin tekur virkan þátt í sumarstarfinu Read More »