Skátafélagið Vífill

Útbúnaðarlisti

Útbúnaðarlisti fyrir Landsmót 2024
FatnaðurSnyrtiáhöldÝmislegtValkvætt
RegnfötHandklæðiVasaljósSöngbók
StígvélÞvottapokiSvefnpokiÁttavita
GönguskórHandsápa í hylkiDýna (ekki vindsæng)Hljóðfæri
StrigaskórTannburstiKoddaMyndavél
Úlpa/vindjakkiTannkremSólglerauguSjónauka
HúfaHárbursti / hárgreiðaStílabók Landabréf
TrefillHársápa og næringSkriffæriVarðeldaskykkju
VettlingarSólarvörnAfter biteVarðeldasessu
Ullarpeysa / flíspeysaMataráhöldFlugnanetGöngustaf
Buxur og stuttbuxurGrunnan diskGóða skapið! 🙂 Skátamerki til að býtta
Sokkar / ullarsokkarDjúpan diskVasahníf
Bolir og nærfötHnífapörNál og tvinna
NáttfötDrykkjarkönnuÖryggisnælur
SkátabúningurViskastykkiTrefill
SkátaklúturNetapoki og þvottaklemmaFyrstuhjálpar kitt
Nóg af fötum til skiptannaVatnsflaska
Æskilegt að mataráhöld séu létt og þægileg  
Nánari upplýsingar

Skátabúningur – Hér er átt við flík sem merkt er félaginu og/eða skátunum. Þetta getur verið td. Skátaskyrta eða félagspeysa.

Mataráhöld – Mikilvægt er að vera með létt og góð mataráhöld. Light My Fire matarsettin sem fást í Fjallakofanum hafa reynst vel. Við mælum ekki með að hafa mataráhöld sem get brotnað.

Netapoki – Hér er átt við poka úr neti sem oft er notað í þvottavélar fyrir viðkvæman þvott. Á landsmóti notum við netapokann til að geyma mataráhöldin okkar og hengja til þerris.

Dýna – Dýnur eru misjafnar og misstórar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að koma ekki með vindsæng þar sem þær eru plássfrekar. Við mælum með sjálfupplásanlegum dýnum sem fást víða.

Ef spurningar vakna varðandi útbúnað þá má hafa samband við Evu á vifill@vifill.is eða í síma 899-0089.